Lífsvefurinn - sjálfsstyrking fyrir konur

Í Soloperasalen á Mön 22. – 24.október 2010
Leiðbeinandi: Valgerður H. Bjarnadóttir

Lífsvefurinn er námskeið fyrir konur sem vilja læra að þekkja sjálfar sig betur og ná að vefa hinn margþætta vef lífsins á markvissan hátt í einkalífi og starfi.  Þetta nám hentar afar vel fyrir konur sem í störfum sínum styðja við aðrar konur.

 

Helstu efnisþættir námskeiðsins eru: sjálfsþekking, sjálfsmynd og samskipti; saga, hlutverk og staða kvenna; heilsa kvenna og tilfinningar; draumar og goðsagnir; fyrirmyndir og fordómar.

Markmiðin eru m.a. að: læra að þekkja og virða sjálfa sig; læra að greina og vinna úr því sem er erfitt og setja sér raunhæf markmið;  læra leiðir til skapandi samskipta;  styrkja jákvæða kvenímynd/sjálfsmynd sína;  og þekkja sögu sína, lífsgildi og lífstilgang.

 

Tími, staðsetning og verð

Föstudaginn 22.október kl.19 til sunnudags 24.október kl.15 (ca. 20 klst)

Námskeiðið fer fram í Soloperasalen í töfrandi umhverfi eyjarinnar Manar, suður af Sjálandi, sjá www.soloperasalen.dk og t.d. http://www.insula-moenia.dk/index.html

 

Verð er DK 3300 fyrir námskeiðið með máltíðum. Nóg er af góðum gistimöguleikum í nágrenninu.

 

Valgerður H.Bjarnadóttir er félagsráðgjafi að mennt, með BA-gráðu í heildrænum fræðum með áherslu á draumafræði og MA í femínískri trúarheimspeki og menningarsögu með áherslu á norræna goðafræði og gyðjumenningu. Hún hefur starfað að málefnum kvenna, kennslu og ráðgjöf í áratugi og hefur fjölþætta reynslu að baki. Valgerður rekur eigið fyrirtæki þar sem hún býður upp á námskeið, ráðgjöf og fleira undir yfirskriftinni Vanadís – rætur okkar, draumar og auður.

 

Skráning og nánari upplýsingar í vanadis@vanadis.is

Einnig eru upplýsingar um önnur námskeið Vanadísar á www.vanadis.is

Umsóknarfrestur er til 15. september.

 

 

Umsagnir um námskeið Vanadísar:

"Námskeið Vanadísar eru fyrir mér leið til að kynnast sjálfri mér og öðrum .... Valgerði tekst á sinn einstaka og lifandi hátt að miðla þessari þekkingu af hjartans list og andans auð þannig að hver sem til hennar sækir hlýtur að geta komist að einhverju nýju um sjálfa/n sig - öðlast meiri sjálfsþekkingu, uppgötvað ný sjónarhorn, séð fleiri möguleika, aðrar leiðir..."

 

„Lífsvefurinn vakti mig til umhugsunar um það hver er ég - út frá sögu - menningu - fjölskyldusögu - lífsviðhorfi (ræturnar mínar) og þar með styrkti námskeiðið mig til aukins sjálfsstyrks og vitundar."Video Gallery

View more videos