Líflegur samstöðufundur

Svavar Gestsson sendiherra efndi til upplýsinga- og samstöðufundar í Jónshúsi  miðvikudag. Fundurinn var  vel sóttur, þar urðu líflegar umræður um stöðu mála á Íslandi. Fundurinn hófst með því að sendiherrann greindi frá stöðu mála á Íslandi og horfum og svaraði síðan fjölmörgum fyrirspurnum. Fyrir fundinn mættu nokkrir Íslendingar í viðtöl þar sem þeir greindu frá högum sínum. Það vandamál sem er einna mest áberandi í Danmörku er sú staðreynd að hér býr mikill fjöldi elli- og örorkulífeyrirþega  - um 400 talsins - sem eru margir mjög háðir yfirfærslum frá Íslandi. Þá var á fundinum fjallað um stöðu námsmanna og auk þess almennt um þróunina á Íslandi.

Mikil ánægja kom fram með að fundur eins og þessi skuli haldinn og er ætlunin að halda fleiri fundi í Kaupmannahöfn á næstunni jafnóðum og mál skýrast heima.

Eins og fram kemur á heimasíðunni er sambærilegur fundur í Horsens á sunnudaginn.Video Gallery

View more videos