Laugardaginn 5. júní var haldin sjómannadagshátið í sendiherrabústaðnum

Kvennakór Kaupmannahafnar og sendiherra Íslands buðu til sjómannadagshátíðar laugardaginn 5. júní. Kórinn söng nokkur vel valin sjómannalög þar sem gestum gafst kostur á að syngja með. Sumir létu sér ekki nægja að syngja heldur skelltu sér á dansgólfið þegar harmonikkan var þanin og tóku létt dansspor. Á milli atriða gátu gestir notið þeirra veitinga sem í boði voru og þótti mörgum hákarlinn góður.



Video Gallery

View more videos