Kynning á íslenskri tónlist í Kaupmannahöfn

Mánudaginn 25. maí síðastliðinn hélt sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn í samstarfi við menningarhúsið Bryggen og Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, kynningu á íslenska sprotafyrirtækinu Gogoyoko.

Gogoyoko er íslenskt sprotafyrirtæki sem stendur á bak við netsamfélagið og tónlistaveituna www.gogoyoko.com Á gogoyoko.com geta tónlistarmenn og plötuútgáfur komið tónlist sinni á framfæri á alþjóðamarkaði, án milliliða. Tónlistaráhugamenn geta keypt tónlist beint frá listamönnum sjálfum, sem og plötuútgáfum, og hlustað á tónlist án greiðslu. Vakti þessi kynning verðskuldaða athygli.

Viðskiptafulltrúi sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn, Rósa Viðarsdóttir og Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkæmdarstjóri ÚTÓN ávörpuðu gesti, auk þess söng Dísa nokkur lög fyrir gesti við góðar undirtektir.

Um kvöldið voru haldnir fjölmennir tónleikar á Bryggen með íslensku hljómsveitinni For a minor Reflection og íslenska tónlistarmanninum Ólafi Arnalds .

IMG_0145_2Video Gallery

View more videos