Kvikmyndin Börn fékk Gullna svaninn

Íslenska kvikmyndin Börn, var valin besta myndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kaupmannahöfn á laugardagskvöld. Ragnar Bragason, leikstjóri myndarinnar, tók við Gullna svaninum, en svo eru verðlaunagripir hátíðarinnar nefndir, af þessu tilefni.

147 evrópskar kvikmyndir voru sýndar í 11 kvikmyndahúsum á 10 dögum hátíðarinnar. Dómnefnd var skipuð 5 þekktum sérfræðingum um kvikmyndir.

Video Gallery

View more videos