Kvikmyndasögusýning og Bíódagar á Bryggjunni.

Sýningin ISLAND::FILM verður opnuð þann 1. nóvember á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn.

Íslensk kvikmyndasaga frá 1904 til dagsins í dag er umfjöllunarefni sýningarinnar.

Af því tilefni verða Bíódagar haustsins tileinkaðir Íslandi og verða þar sýndar myndirnar Mávahlátur (2001), 101 Reykjavík (2000), Börn náttúrunnar (1991) og Veðramót (2007).

Munu leikstjórar kvikmyndanna kynnar myndir sínar fyrir hverja sýningu.

 

Guðný Halldórsdóttir ríður á vaðið með mynd sína Veðramót sem sýnd verður þann 4. nóvember.  Mun sendiráð Íslands bjóða upp á létta hressingu að sýningu lokinni.  Sjá nánar hér: http://www.bryggen.dk/?Doc=252

Þann 11. nóvember kemur Friðrik Þór með mynd sína Börn náttúrunnar.  Sjá nánar hér: http://www.bryggen.dk/?Doc=253

Þriðjudaginn 18. nóvember mætir Baltasar Kormákur með myndina 101 Reykjavík.  Sjá nánar hér:  http://www.bryggen.dk/?Doc=254

Að lokum kemur Ágúst Guðmundsson með myndina Mávahlátur þann 25. nóvember.  Sjá nánar hér: http://www.bryggen.dk/?Doc=255

 

Allar frekari upplýsingar um sýninguna ISLAND::FILM og Bíódaga á Bryggjunni í nóvember má nálgast á heimasíðunni www.bryggen.dk.

Miðasala: www.politikenbillet.dk/nordatlantenVideo Gallery

View more videos