Kvennakór undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur í Kaupmannahöfn

Kvennakór undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur kemur í söng og menningarferð til Kaupmannahafnar 6.-9. desember nk. og efnir til tónleika í Sankt Pauls Kirke sunnudaginn 9. desember kl. 16:00. Á dagskrá verða m.a. jólalög og "gospel"-söngur. Einsöngvari með kórnum er Hanna Björk Guðjónsdóttir og undirleikari Agnar Már Magnússon.

Video Gallery

View more videos