Kristján Guðmundsson fær Carnegie verðlaunin

Margrét Danadrottning afhenti Kristjáni Guðmundssyni Carnegie myndlistarverðlaunin í Charlottenborg listasafninu 17. september.

Verðlaunin eru ein hin stærstu sem um getur og tilgangur þeirra er að efla norræn myndlist. Dómnefndin valdi 23 listamenn til þess að sýn verk sín á þesasri sýningu en alls voru 148 tilnefndir. Verðlaunin eru 1 milj. sænskra króna, 600 þúsund s.kr.og 400 þús s.kr. og fær Kristján Guðmundsson fyrstu verðlaunin eins og áður  segir  - eina miljón sænskra  króna.

Sýnngin fer eftir Charlottenborg til Reykjavíkur, Stokkhólms, Oslóar, Peking, London og Helsinki og að lokum til Nice vorið 2011.

Íslendingurinn í dómnefndinni er Gunnar J. Árnason lektor við Listaháskóla Íslands.

Íslendingarnir sem eru að þessu sinni meðal hinna útvöldu eru Egill Sæbjörnsson og Kristján sem fær aðalverðlaunin.Video Gallery

View more videos