Kosið til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 - Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst 10. nóvember 2010

Íslendingar ganga að kjörborði laugardaginn 27. nóvember 2010 og velja fulltrúa til setu á ráðgefandi stjórnlagaþingi sem kemur saman eigi síðar en 15. febrúar 2011 til að endurskoða stjórnarskrá Íslands.

Um fimm hundruð framboð til stjórnlagaþings höfðu borist landskjörstjórn þegar framboðsfrestur rann út á hádegi 18. október. Unnið er að því að yfirfara framboðin og mun landskjörstjórn upplýsa í síðasta lagi 3. nóvember nk. hverjir verða í framboði.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst 10. nóvember hjá sýslumönnum um land allt og erlendis á vegum utanríkisþjónustunnar.

Nánari upplýsingar á www.kosning.isVideo Gallery

View more videos