Kaupmannahöfn er 8. dýrasta borg í heimi

Það er dýrara að búa í Kaupmannahöfn en í New York og París. Kaupmannahöfn er í 8. sæti yfir dýrustu borgir heims. Samkvæmt könnun ráðgjafafyritækisins Mercer á framfærslukostnaði í 144 stórborgum kemur fram að Kaupmannahöfn er komin á topp tíu listann. Það mun, skv. könnunni, vera um 10% ódýrara að búa í New York en í Kaupmannahöfn. Höfuðborg Japans, Tokyo, nýtur þess vafasama heiðurs að vera í fyrsta sæti á listanum.

Sjá nánar á vefsíðu Jyllands Posten.

Video Gallery

View more videos