Karíus og Baktus

Ófrýnilegu grallararnir Karíus og Baktus munu gera allt vitlaust á Bryggjunni þann 7. maí næstkomandi. Þeir höggva, berja, öskra og heimta í munninum á Jens, sem gefur þeim nóg af sætindum! Þeir eru svakalegir og skemmtilegir, hættulegir og hlægilegir í senn, svo sæluhrollur hríslast niður bakið á áhorfendum, ungum sem öldnum.

Sýningin er á íslensku.

Miðasala á www.bryggen.dk og í síma 32833700.Video Gallery

View more videos