Kammermúsik á Fuglabakka

Á miðvikudagskvöld efndu sendiherrahjónin Svavar Gestsson og Guðrún Ágústsdóttir til kammermúsiktónleika í sendiherrabústaðnum á Fuglebakkevej. Ungir tónlistarmenn, fjórir talsins, spiluðu fjölda stuttra tónverka frá barokktímanum. Hljómsveitin heitir Ensamble Casia og í henni eru Pernille Ebert Spissky, dönsk. spilar á blokkflautu, Peter Spissky, slóvaki á barokkfiðlu, Gunhild Tönder, norsk á sembal og Hanna Loftsdóttir, sem spilar á barokkselló. Tónleikarnir tókust frábærlega vel og gestinir fögnuðu flytjendunum og tónlist þeirra.Video Gallery

View more videos