Kaldaljós - kvikmyndahátíð í Kaupmannahöfn

Um 200 manns voru við opnun íslenskrar kvikmyndasýningar í Cinemateket í miðborg Kaupmannahafnar að kvöldi 1. september en þar var kvikmyndin Kaldaljós eftir leikstjórann Hilmar Oddsson var sýnd fyrir fullum sal áhorfenda. Þorsteinn Pálsson sendiherra setti hátíðina og fjallaði í ræðu sinni um náið og gott samstarf Íslendinga og Dana á sviði kvikmyndagerðar í gegnum árin. Að sýningunni lokinni bauð sendiráð Íslands til sælkeraveislu þar sem meistarakokkurinn Siggi Hall framreiddi íslenska sælkerarétti úr íslensku hráefni, þ.á.m. úr lambakjöti, skyri og skötusel. Bíógestir gerðu góðan róma af bæði kvikmyndinni og íslenska góðgætinu. Kvikmyndavikan stendur í Cinamateket, Gothergade 55 í Kaupmannahöfn til 23. september.
Fyrir nánari upplýsingar: http://www.cinemateket.dk

Video Gallery

View more videos