Íslensku bankarnir standast álagspróf FME

Íslensku viðskiptabankarnir og fjárfestingabankinn Straumur-Burðarás standast allir álagspróf Fjármálaeftirlitsins sem eftirlitið framkvæmir með reglubundnum hætti. Álagsprófið gerir ráð fyrir að fjármálafyrirtæki standist samtímis áföll í formi tiltekinnar lækkunar á hlutabréfum, markaðsskuldabréfum, vaxtafrystum/virðisrýrðum útlánum og fullnustueignum og áhrifa af lækkun á gengi íslensku krónunnar án þess að eiginfjárhlutfallið fari niður fyrir lögboðið lágmark. Til viðbótar hinu formlega álagsprófi framkvæmir Fjármálaeftirlitið ýmis álagspróf eftir því sem ástæða þykir til. Unnið er að endurskoðun viðmiða sem beitt er í álagsprófinu og aðferðafræði í því sambandi, m.a. með hliðsjón að kröfum sem gerðar eru samkvæmt alþjóðlegum eiginfjárreglum (Basel II).

Sjá nánar á vef FME:
http://www.fme.is/?PageID=14&NewsID=188

Nánari upplýsingar veitir Már Másson, sími 896-1399, mar@fme.is .

Video Gallery

View more videos