Íslenskir hönnuðir á Copenhagen Fashion Week

Að þessu sinni voru fimm íslensk fatahönnunar fyrirtæki á Copenhagen Fashion Week, sem haldin var í ágúst byrjun. Allt í allt eru þetta fjórar sýningar og voru Íslendingarnir á tveimur þeirra, CPH Vision í Øksnehallen og Gallery í Forum. Þetta eru fyrirtækin Andersen og Lauth, Emami, Farmers Market, Steinunn og Xirena. Allir voru mjög sáttir við sýningarnar og fengu góðar viðtökur, þrátt fyrir mun færri sýningargesti en áður. Einnig var um þónokkra sölu að ræða og margir kaupendur bíða spenntir eftir að sjá hvað þau hafa upp á að bjóða á næstunni.Video Gallery

View more videos