Íslenskar ljósmyndir frá 1866 til 2009 til sýningar á Norðurbryggju 10. júlí - 3. október 2010

10. júlí – 3. október 2010

Ljósmyndavélin gerir það sama á Íslandi og annarsstaðar. Þetta er bara skráningartæki. Það eru afstaða og sýn ljósmyndarans á heiminn sem skipta öllu máli. – Einar Falur Ingólfsson, sýningarstjóri.

Á sýningunni gefst gott tækifæri á að kynnast 150 ára langari sögu ljósmyndunar á Íslandi. Sýndar verða sögulegar sem og nútímalegar ljósmyndir af náttúru landsins, iðnaði, bæjarlífi og íbúum - þekktum sem óþekktum - við vinnu og sérstök tilefni. Í gegnum sýninguna öðlast maður innsýn í sögu Íslands, atvinnuþróun, menningu og lífið í landinu.

Þeir 13 ljósmyndarar sem eru með á sýningunni eru allir fæddir fyrir 1960. Þeir hafa nýtt sér ólíkar aðferðir og tækni innan ljósmyndunar. Sumum ljósmyndum er aðeins ætlað að fanga augnablikið á meðan aðrar eru unnar af meiri nákvæmni. Þær geta verið snyrtilega uppstilltar portreitmyndir teknar á ljósmyndastofu eða vel valin fyrirbæri ljósmynduð í náttúrunni.

Ljósmyndararnir eiga það sameiginlegt að þeir hafa allir gert ljósmyndun að atvinnu sinni ásamt því að Einar Falur Ingólfsson valdi þá til sýningarinnar. Ástæðan fyrir valinu er sú að ljósmyndir þeirra fá áhorfandann til að staldra við og hugsa: Svona var þetta og enginn hefur sýnt það betur!

Hlaðið niður myndir í hárri upplausn hér.

 

Ljósmyndararnir eru:

Sigfús Eymundsson (1837-1911)

Nicoline Waywadt (1848-1921)

Magnús Ólafsson (1862-1937)

Pétur Brynjólfsson (1881-1930)

Sigríður Zoëga (1889-1968)

Jón Kaldal (1896-1981)

Ólafur Magnússon (1889-1954)

Vigfús Sigurgeirsson (1900-1984)

Ólafur K. Magnússon (1926-1997)

Guðmundur Ingólfsson (1946)

Sigurgeir Sigurjónsson (1948)

Ragnar Axelsson (1958)

Páll Stefánsson (1958)Video Gallery

View more videos