Íslenskar kvikmyndir í Kaupmannahöfn

Á alþjóðlegu kvikmyndahátíðin í Kaupmannahöfn, sem stendur frá 20. til 30. september 2007, verða sýndar þrjár íslenskra kvikmyndir: Börn og Foreldrar, báðar eftir Ragnar Bragason og Mýrin, eftir Baltasar Kormák.

Myndin Börn hefur jafnframt verið valin til að keppa um Gullna svaninn á hátíðinni.

Miðvikudaginn 26. september verður efnt til sérstaks íslandsmyndakvölds þar sem sýndar verða kvikmyndinar Foreldrar (kl. 17:30) og Mýrin (kl. 20) í Empire kvikmyndahúsinu á Norðurbrú. Ragnar Bragasaon verður viðstaddur sýningu myndar sinnar og svarar spurningum á eftir. Að lokum verður boðið upp á drykki og íslenska tónlist frá plötubúðinni 12 Tónar.

Sjá nánar: www.copenhagenfilmfestival.com

Video Gallery

View more videos