Íslenska viðskiptanetið í Danmörku formlega stofnað: Oft var þörf en nú er lífsnauðsyn

21. nóvember síðastliðinn var stofnað Íslenska viðskiptanetið í Danmörku. Um 90 fyrirtæki gerðust stofnaðilar að netinu. Formaður netsins var kosinn Vigdís Finnsdóttir.

Sendiráð Íslands í Danmörku í samstarfi við Dansk-íslenska viðskiptaráðið bauð þann 21. nóvember síðast liðinn eigendum og fulltrúum íslenskra fyrirtækja til viðskiptaþings í sendiherrabústaðnum á Frederiksberg. Tilefnið var formleg stofnun Íslenska viðskiptanetsins, vettvangs fyrir íslensk fyrirtæki til að tengjast sína á milli.

IMG_2423Húsfyllir var á ráðstefnunni en þangað mættu eins og áður segir um það bil 90 manns sem eiga eða reka fyrirtæki í Danmörku. Svavar Gestsson sendiherra stjórnaði fundinum og kosningu stjórnar. Í stjórn viðskiptanetsins voru kjörinn; formaður,Vigdís Finnsdóttir, Boutique fisk, og meðstjórnendur Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdarstjóri Dansk- íslenska viðskiptaráðsins, og Rósa Viðarsdóttir, viðskiptafulltrúi sendiráðs Íslands í Danmörku.

IMG_2410"Einmitt á svona tímum erfiðleika þurfum við hvert á öðru að halda það er mikilvægara en nokkru sinni ella að við sýnum styrk kraft og kjark, einmitt nú. Oft var þörf en nú er lífsnauðsyn", sagði Svavar í opnunarávarpi sínu. Kristín Pétursdóttur, forstjóri Auðar Capital hélt erindi og fjallaði um gildismat fyrirtækja. Hún sagði að mikilvægt væri að vinna á samfélagslegum forsendum til að ná árangri og hún kynnti sögu og starfsemi fyrirtækisins.

IMG_2416Kristín A. Árnadóttir, sendiherra, hélt einnig erindi og fjallaði um orðspor Íslands. Hún taldi það afar mikilvægt að íslensk fyrirtæki erlendis verði beinir aðilar að því að byggja upp ímynd Íslands á ný. Góður rómur var gerður að máli þeirra.

Í lok fundar kynnti Sverrir Sverrisson, stjórnarformaður Dansk-íslenska viðskiptaráðsins starf félagsins.Video Gallery

View more videos