Íslenska ullin í Danmörku

 

Íslenska ullin nýtur athygli og aðdáunar sem aldrei fyrr. Því til staðfestingar mættu 200 boðsgestir á 3ja tíma dagskrá í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn,  Islandsk uld i Danmark;  behandling, strikning og design,  fimmtudaginn 7. mars.  Kynningin heppnaðist vel í alla staði, hin íslensku ullarfyrirtæki hlutu verðskuldaða athygli og í lokin var boðið upp á tískusýningu þar sem sjá mátti brot af hönnun úr íslenskri ull.

Video Gallery

View more videos