Íslenska glíman í útrás til Danmerkur

Glímusamband Íslands og íþróttalýðháskólinn í Bosei í Danmörku hafa gert með sér samstarfssamning um að glíman verði kennd í skólanum í eina viku á hverri önn.

Bosei er nýr íþróttalýðháskóli þar sem höfuðáhersla er lögð á bardaga og fangíþróttir eins og t.d. judó, tækwondó og karate. Glímusamband Íslands mun senda glímukennara til skólans til að kenna glímuna, en með þessu samstarfi vill Glímusambandið reyna að fjölga iðkendum í Danmörku og um leið aðstoða unga Íslendinga sem áhuga hafa á að fara í skólann.

Í fréttatilkynningu frá Glímusambandinu segir að það sé mikill sigur fyrir íslensku glímuna að vera meðal þeirra kennslugreina sem kenndar eru við Bosei-lýðháskólann.Video Gallery

View more videos