Íslensk viðskiptasendinefnd til Rúmeníu

Um 100 aðilar úr rúmensku og íslensku viðskiptalífi tóku þátt í ráðstefnu um fjárfestingar og viðskipti sem fram fór í Búkarest dagana 14-15 október s.l.

Ráðstefnan, sem skipulögð var af Útflutningsráði Íslands, Romanian Trade Promotion Center í samvinnu við Viðskiptaþjónustu Utanríkiráðuneytisins, var haldin í tengslum við viðskiptasendiför íslenskra fyrirtækja sem leidd var af Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.  

Fjórtán íslensk fyrirtæki kynntu starfsemi sína og markmið á ráðstefnunni og funduðu með fulltrúum rúmenskra fyrirtækja. Meðal þátttakenda í viðskiptasendiförinni voru fulltrúar Límtrés hf, sem m.a. rekur límtrésverksmiðjuna GluLam í bænum Targoviste, í samstarfi við danska fyrirtækið Danice Invest og Investeringsfonden for Østlandene í Danmörku. Sendinefndin heimsótti verksmiðju GluLam og fræddist um uppbyggingu fyrirtækisins í Rúmeníu og þær fjölmörgu hindranir sem fyrirtækið hefur þurft að yfirstíga til þess að geta hafið starfsemi í landinu.Video Gallery

View more videos