Íslensk tónlist fyrr og nú í sendiherrabústaðnum

Rúmlega þriggja alda tímabil í íslenskri tónlist var spannað á tónleikum sem haldnir voru í íslenska sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn fimmtudaginn 30. september sl. Marta G. Halldórsdóttir, sópran, Örn Magnússon, píanóleikari og organisti, og Kolbeinn Bjarnason, flautuleikari, fluttu fyrst safn stuttra tónverka sem unnin hafa verið upp úr íslenskum handritum og prentuðum heimildum frá Hólum í Hjaltadal. Til þess voru m.a. notuð hljóðfæri sem tíðkuðust á Íslandi á 17. öld. Þvínæst fluttu þau verkið “Stokkseyri” eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson, tónskáld, en það er samið við samnefnt kvæði Ísaks Harðarsonar og var upphaflega flutt af kontratenór og kammersveit á Listahátíð árið 1998. Hróðmar var viðstaddur flutninginn.

Flytjendum og tónskáldi var vel fagnað og að tónleikunum loknum þáðu gestir léttar veitingar.Video Gallery

View more videos