Íslensk sænsk hönnunarsýning á Bryggen

Dagana 10., 11. og 12. maí verða íslensk / sænsk húsgögn til sýnis á Bryggen í Kaupmannahöfn. Það eru hönnuðirnir Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson frá GoForm sem sýna verk sín sem smíðuð eru af sænska Húsgagnasmiðnum Håkan Johansson frá Möbelsnickarmastarene Johansson í Svíþjóð. Sýningin er haldin í tengslum við hönnunarsýninguna í Bellacenter sem nú stendur yfir.

Sýningin er opin sem hér segir:

10. maí kl. 10-17 og 18-20 (léttar veitingar)
11. maí kl. 10-17 og 18-20 (léttar veitingar)
12. maí kl. 10-17 (léttar veitingar á milli kl. 10 og 13)

Video Gallery

View more videos