Íslensk hljómsveit í Kaupmannahöfn Valentínusardegi

Íslenska hljómsveitin Samaris kemur til með spila á sérstöku Norðurlandakvöldi á skemmtistaðnum Rust á Valentínusardeginum 14. febrúar næstkomandi.

Samaris er raftónlistarhljómsveit og er  tónlist þeirra best lýst sem „fallegu og draumkenndu nútímapoppi með forn norrænu yfirbragði.“  Einnig mun danska indí rokkhljómsveitin Blaue Blume stíga á stokk.

Tónleikarnir hefjast klukkan níu og miðaverð er 95 DKK. Hægt er að nálgast miða í forsölu hérna: http://burl.dk/0v4nzs

Video Gallery

View more videos