Íslensk ?himintungl? á sveimi í Kaupmannahöfn

Elínborg Kjartansdóttir, glerlistakona, hefur vakið mikla athygli á Íslandi fyrir glerlist sína. Um er að ræða hringlaga veggskúlptúra úr enndurunnu gleri og kallar listamaðurinn verkin sín “himintunglin”. Dagana 19. nóvember til 17. desember verða verk Elínborgar til sýnis í móttökusal sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn, Strandgade 89. Sýningin er opin virka daga frá kl. 9:00 til 16:00.  Þá verða verk Elínborgar einnig til sýnis og sölu í sýningarrými við aðalinngang Tívolísins í Kaupmannahöfn og stendur sú sýning yfir samtímis.

 

Himintungl2

Himintungl 2

Himintungl 3

Himintungl 3Video Gallery

View more videos