Íslensk guðþjónusta í Skt. Páls kirkju

Kæru landsmenn.

Nú er starfið að fara af stað á vettvangi Íslenska safnaðarins í Kaupmannahöfn. Fyrsta guðþjónusta okkar á þessu hausti verður í Sánkti Pálskirkju 28. september og hefst hún kl. 13:00. Sálmarnir sem sungnir verða eru:

Fyrir predikun:

Nr. 211 Indælan blíðan...

Nr. 27 Þér Guð sé þökkin..

Nr. 185 Allir mínir ævidagar..

Eftir predikun:

Nr. 197 Ó Kristur minn kær..

Nr. 47 Gegn um Jesú helgast hjarta..

6. nr. 55 Fyrir helga fæðing þína..

 

Það er messukaffi í Húsi Jóns Sigurðssonar eftir stundina í kirkjunni.

Þá styttist í að fermingarstörfin hefjist og af því tilefni er upplagt að fermingarbörn og eða foreldrar þeirra komi til kirkjunnar eða setji sig ella í samband við sendiráðsprest sem fyrst.

Nú er leitað nýrra félaga í Kór íslenska safnaðarins og áhugasamir mega gjarna setja sig í samband við Svöfu Þórhallsdóttur(svafa81@gmail.com) eða Gísla Magnason (info@gislimagna.com).

Með kveðju frá safnaðarnefnd og presti.

www.kirkjan.dk

 

 

 Video Gallery

View more videos