Íslendingur í útskriftarhópi kvikmyndaskólans

Næstkomandi helgi fer fram sýning útskriftarnemenda Den danske Filmskole. Í útskriftarhópnum að þessu sinni er íslensk kona, Elsa María Jakobsdóttir, en hún er fyrst íslenskra kvenna til að útskrifast af leikstjórnarbraut skólans. Aðrir íslendingar sem hafa útskrifast úr leikstjórn eru Dagur Kári, Rúnar Rúnarsson og Hlynur Pálmason.

Mynd Elsu Maríu, Atelier, verður sýnd kl. 15 föstudaginn 9. júní í bíósal skólans og eru allir velkomnir. 

Þann 19. júní fara útskriftarmyndirnar til sýningar í Palads Teater í Kaupmannahöfn, 20. júní í Óðinsvéum og 21. júní í Árósum.

Atelier hefur meðal annars verið valin til þáttöku í Future Frames: Ten New Filmmakers to Follow á Karlovy Vary hátíðinni. 

Myndinni er lýst á eftrifarandi hátt: 

,,Atelier með Rosalinde Mynster í aðalhlutverki, var tekin upp á Gotlandi í Svíþjóð. Myndin, sem er sálfræðilegt drama, fjallar um unga konu sem kemur til eyjunnar í leit að næði og ró í útópísku húsi. Dvölin tekur óvænta stefnu þegar hávaðasöm hljóðlistakona flytur einnig inn í húsið. Átök á milli kvennanna tveggja stigmagnast á meðan náttúran og dularfullar kindur nálgast húsið."

 

Sjá má stiklu úr mynd Elsu Maríu hér: http://klapptre.is/2017/06/02/stikla-atelier-eftir-elsu-mariu-jakobsdottur/

 

Video Gallery

View more videos