Íslandskynning í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn. Norðurlandið í brennidepli.

Föstudaginn 13. maí hélt Iceland Express, í samvinnu við visiticeland.com, The Arctic North og ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi, kynningu á ferðamöguleikum á Norðurlandi Íslands.

Kynningin, sem fram fór í sendiráði Íslands, var haldin í tengslum við það að Iceland Express er að hefja sumaráætlun sína í beinu flugi milli Kaupmannahafnar og Akureyrar. Allar stærstu ferðaskrifstofur sem selja ferðir til Íslands voru boðnar á kynninguna sem var vel sótt og vel heppnuð í alla staði.

Sendiherra bauð gesti velkomna og minntist m.a. á það að frá Danmörku kæmu hvert ár um 40 þúsund ferðamenn til Íslands og því bæri að fagna fjölbreyttari ferðamöguleikum á Íslandi. Fulltrúi Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi kynnti nokkra helstu og áhugaverðustu möguleika sem standa ferðamönnum á þessum slóðum til boða og lagði mkila áherslu á möguleika svæðisins sem vetraráfangastaðar. Að lokum gátu gestir spjallað við fulltrúa nokkurra helstu aðila í ferðaþjónustu á Norðurlandi og bragðað á rammíslenskum mat.Video Gallery

View more videos