Ísland og Færeyjar eitt efnahagssvæði

Fríverslunarsamningur Íslands og Færeyja tók gildi 1. nóvember 2006. Með samningnum er komið á fót sameiginlegu efnahagssvæði milli Íslands og Færeyja, þ.e. frjálsu flæði vara, þjónustu, fjárfestinga og frjálsri för fólks. Hverskonar mismunun er óheimil á grundvelli þjóðernis eða búsetu manna, staðfestu lögaðila eða þess hvert upprunaland vöru á svæðinu er, nema með örfáum skilgreindum undantekningum.

Við gildistöku samningsins tilkynnti Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, að hún hefði ákveðið, eftir samráð við færeysk og dönsk stjórnvöld, að opna aðalræðismannsskrifstofu í Færeyjum á næsta ári til að efla enn frekar samskipti Íslands og Færeyja á öllum sviðum.

Á myndinni má sjá Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, og Jóannes Eidesgaard, lögmann Færeyja, fagna gildistöku samningsins í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn.

Video Gallery

View more videos