Ísland og Evrópusambandið

Uffe Ellemann-Jensen fyrrverandi utanríkisráðherra verður aðalræðumaður á fundi sem haldinn verður á Bryggjunni 24. nóvember næstkomandi. Það eru Íslenska viðskiptanetið í Danmörku, Dansk-íslenska viðskiptaráðið og sendiráð Íslands sem boða til fundarins.

Fundurinn hefst á því að Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir frá umsóknarferli Íslands inn í Evrópusambandið. Því næst segir Uffe Ellemann-Jensen frá sinni persónulegu skoðun á Íslandi og Evrópusambandinu. Að því loknu er opnað fyrir spurningar/umræðu úr sal.

Fundurinn er haldinn í samvinnu með Nordatlantens Brygge, Det Udenrigspolitiske Selskab og Dansk-islandsk Samfund.

Eftir fundinn kynnir Ingvar Jónsson forstjóri Freshfish.is, nýtt íslenskt fyrirtæki sem selur ferskan fisk á netinu, til Danmerkur og 15 annarra Evrópulanda. Eftir kynninguna opnar Svavar Gestsson sendiherra heimasíðu fyrirtækisins formlega.

Staður: Nordatlantens Brygge, Strandgade 91, 1401 Kaupmannahöfn

Stund: Þriðjudagur 24. nóvember 2009, kl. 16:30 – 18:00

Vinsamlegast staðfestið komu ykkar til selma@mfa.is fyrir 17. nóvemberVideo Gallery

View more videos