Ísland áfram í efstu deild þjóða

Hagstofa Evrópusambandsins hefur birt yfirlit yfir landsframleiðslu aðildarríkja ESB og EFTA-ríkjanna undanfarin ár og spá fyrir það ár sem nú er hafið. Hagstofa ESB birtir jafnframt yfirlit yfir meðalmannfjölda ríkjanna og mannfjöldaspár. Umreikningur Hagstofu ESB á landsframleiðslu Íslands í evrur byggist á gengi evru á bilinu 155-160 kr. á árinu 2009.

Eurostat

Þessi samanburður ber sterkri stöðu Íslands vitni. Þrátt fyrir fall krónunnar, harkalega aðlögun eftir ofþenslu síðustu ára og áfall vegna hruns bankanna fellur Ísland ekki neðar á þessum lista en svo að landið er enn í efstu deild þeirra þjóða sem við berum okkur saman við.

Þrátt fyrir þetta er þegar ljóst að atvinnuleysi á Íslandi verður með því mesta sem það hefur nokkru sinni verið

Heimild: www.sa.isVideo Gallery

View more videos