Heilsa úr hafi

Íslandsstofa, sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn og Viðskiptaklúbbur Norðurbryggju boða til viðburðarins „Heilsa úr hafi“ í glæsilegum húsakynnum Norðurbryggju í Kaupmannahöfn þann 25. október næstkomandi.

Sjálfbær og vistvæn framleiðsla nýtur mikilla vinsælda á danska markaðnum í dag. Á viðburðinum gefst íslenskum fyrirtækjum í líftæknigeiranum og fyrirtækjum sem framleiða heilsutengdar vörur úr sjávarfangi færi á að kynna vörur sínar og afla viðskiptatengsla. Fjárfestum, innkaupaaðilum og öðrum aðilum sem tengjast viðskiptum með heilsutengdar afurðir verður boðið til viðburðarins að hitta íslensku fyrirtækin.  
 
Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Stefaníu K. Bjarnadóttur, viðskipta- og menningarfulltrúa við sendiráð Íslands í Danmörku, skb@mfa.is eða Andra Marteinsson, forstöðumann hjá Íslandsstofu, andri@islandsstofa.is


Ársfundur NOME í Kaupmannahöfn 24. október
Um svipað leyti eða þann 24. október er ársfundur NOME haldinn í Panum Institutet í Kaupmannahöfn. Um er að ræða stóra ráðstefnu, fyrir sprotafyrirtæki í líftæknigeiranum, sem einnig gæti verið tilvalinn vettvangur fyrir íslensk fyrirtæki sem vilja komast í tengsl við fjárfesta og frumkvöðla í Danmörku. Sjá nánar um ársfund NOME hér.

Video Gallery

View more videos