Hátíð Jóns Sigurðssonar

Stjórn Jónshúss í Kaupmannahöfn hefur ákveðið að halda „Hátíð Jóns Sigurðssonar“ í Jónshúsi í Kaupmannahöfn á sumardaginn fyrsta, hvert ár framvegis. Markmiðið er að heiðra minningu Jóns og halda á loft verkum hans og hugsjónum.

Forseti Alþingis mun halda hátíðarræðu og afhenda í fyrsta sinn verðlaun Jóns Sigurðssonar. 

Jafnframt verður upplestur og tónlistaratriði.

Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

jonsigurdsson3_090703Video Gallery

View more videos