Gullfoss með glæstum brag

Á þriðjduaginn var efnt til móttöku í anddyri sendiráðsins. Tilefnið var að Gullfoss, eða öllu heldur líkan af Gullfossi, var komið heim til sín og heldur svo úr anddyri sendiráðsins til Íslands í fyllingu tímans. Likanið gerði Niels Andersen og var það áður í eigu menningarhússins Norður - Atlantshafsbryggjan sem Helga Hjörvar veitir forstöðu um þessar mundir. Svavar Gestsson sendiherra tók við líkaninu fyrir hönd sendiráðsins. Við móttökuna talaði dr. Pétur Jónasson vatnalíffræðingur sem kom með Brúarfossi til Kaupmannahafnar fyrir réttum sjötíu árum. Þá var rætt við Thorstein Rasmussen en pabbi hans var matsveinn á Gullforri á annan áratug og Bent A Koch fv. ritstjóra sem kunni að segj frá Gullfossferð. Viðstaddur athöfnina var einnig fulltrúi Eimskipafélags Íslands sem enn er til þrátt fyrir sviptingarnar að undanförnu.

Gullfoss_kemur_heim

Á myndinni eru dr. Pétur Jónasson við skiptið, Thorsten Rasmussen og Svavar Gestsson og sitjandi þeir Klaus Kappel fyrrv. sendiherra Dana á Íslandi og Sören Haslund Christiansen formaðru stjórnar menningarhússins.Video Gallery

View more videos