Greiðslur til og frá Íslandi

Vegna þeirra hnökra sem vart hefur orðið á greiðslum til og frá Íslandi hefur Seðlabanki Íslands tekið upp tímabundna hjáleið í greiðslumiðlun gagnvart útlöndum með því að beina greiðslum bankastofnana til og frá Íslandi um eigin reikninga og reikninga erlendra samstarfsaðila Seðlabankans sem að öðru jöfnu hafa ekkert með starfsemi íslenskra bankastofnana að gera. Seðlabanki Íslands hefur farið fram á það að seðlabankar annarra ríkja beini þeim tilmælum til viðskiptabanka í eigin landi að greiðslum til Íslands verði miðlað í gegnum reikninga Seðlabankans. Seðlabankinn sér um að greiðslurnar berist réttum innlendum aðilum fyrir tilstuðlan innlendra banka eða sparisjóða. Þessi aðferð hefur þegar reynst vel gagnvart Danmörku. Seðlabankinn hefur komist að samkomulagi við Danske Bank um að greiðslur í dönskum krónum allt að fjárhæð DKK 5 milljónir verði millifærðar gegnum reikning Seðlabanka hjá Danske Bank. Nordea, Jyske Bank, Sydbank og fleiri bankar munu nú einnig bæði taka við greiðslum og senda gegnum reikninga Seðlabankans, þ.e. gjaldmiðil annan en íslensku krónuna. Allar millifærslubeiðnir eru gerðar með a.m.k. tveggja daga fyrirvara og reikna má með að þær taki allt að fjóra virka daga.

Þegar einstaklingar snúa sér til útibúa þessara banka getur verið að þeir fái önnur svör. Ástæðan kann að vera sú að bankarnir eru stórir og erfitt að miðla þessum upplýsingum til allra útibúa og starfsmanna. Í slíkum tilvikum er hægt að biðja fólk í útibúunum að hafa samband við höfuðstöðvar viðkomandi banka og fá nánari leiðbeiningar.

Sjá nánar á http://www.sedlabanki.is

Video Gallery

View more videos