Afgreiðslutími vegabréfa lengist

Samkvæmt tilkynningu frá Þjóðskrá mun afgreiðslutími vegabréfa verða 14 virkir dagar frá og með 18. apríl 2017. Þá þarf einnig að reikna með 5-10 virkum dögum í póstlagningu.

Í ljósi þessa ráðleggjum við Íslendingum í Danmörku sem þurfa nýtt vegabréf að sækja um slíkt með góðum fyrirvara.

Tekið er við tímapöntunum vegna vegabréfaumsókna í síma 3318-1050 á milli klukkan 9 og 16 eða í tölvupósti: emb.copenhagen@mfa.is. 

Nánari upplýsingar má finna hér. 

Video Gallery

View more videos