Forseti Íslands og forsetafrú í opinbera heimsókn til Danmerkur

Þriðjudaginn 24. janúar hefst opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og Elizu Jean Reid, forsetafrúar, til Danmerkur í boði Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Samkvæmt hefð er fyrsta opinbera heimsókn forseta til Danmerkur. Heimsókninni lýkur 26. janúar og má finna dagskrá hennar á vef dönsku hirðarinnar. 

 

Sendiráðið hefur unnið að undirbúningi heimsóknarinnar í vel á fjórða mánuð í nánu samstarfi við skrifstofu forseta Íslands og yfirvöld hér í Danmörku. Við munum gera heimsókninni skil á Fésbókarsíðu sendiráðsins og hvetjum alla áhugasama til að fylgja okkur þar. 

Video Gallery

View more videos