Forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins fundaði í sendiráðinu

Þann 12. janúar sl. var haldinn forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins í fundarsal sendiráðsins í Kaupmannahöfn. Markmið Vestnorræna ráðsins er að stuðla að aukinni samvinnu um vestnorræna hagsmuni og verndun auðlinda og menningu landanna í Norður-Atlantshafi. Í forsætisnefndinni eiga sæti Henrik Old, formaður, Færeyjum, Jonathan Motzfeld, Grænlandi og Halldór Blöndal, Íslandi.
Á fundinum kynnti Már Másson, viðskiptafulltrúi, starfsemi viðskiptaþjónustu sendiráðsins og ræddi aukna samstarfsmöguleika á sviði viðskipta í Vestnorrænu samhengi.

Video Gallery

View more videos