Formennskuáætlun Íslands og Nordic Playlist

Sendiráð Íslands stóð fyrir móttöku í sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn til að kynna formennsku Íslands í Norrænu Ráðherranefndinni 2014 og samnorræna verkefnið Nordic Playlist.

Félagsmálaráðherra, Eygló Harðardóttir, kynnti stuttlega áherslur Íslands sem formennskuríkis. Formennskuáætlunin ber yfirskriftina „Gróska og Lífskraftur“ og setur á oddinn þrjú mál: norræna lífhagkerfið, norrænu velferðavaktina auk fyrrnefnds norræns spilunarlista.

Aðstandendur spilunarlistans, Nordic Playlist, kynntu nálgun sína á kynningu norrænnar tónlistar á alþjóðavettvangi. Verkefnið felst í að vikulega er fengið þekkt fólk úr tónlistabransanum til að setja saman 10 laga lista með tónlist frá öllum Norðurlöndunum. Sett hefur verið á laggirnar heimasíða þar sem fólk getur fylgst með og deilt listanum en verkefnið hefur vakið talsverða athygli meðal fjölmiðla.

Video Gallery

View more videos