Fjölmennur upplýsingarfundur í Horsens

fundur_i_Horsens

Á sunnudaginn hélt Svavar Gestsson sendiherra fund í Horsens. Eins og sést á meðfylgjandi mynd þá var fundurinn fjölmennur en hann sóttu um 120 manns. Fundarmenn voru flestir frá Horsens en auk þeirra komu á staðinn Íslendingar frá Esbjerg, Árósum og Álaborg. Inga Lóa Steinarsdóttir formaður Íslendingafélgsins í Horsens setti fundinn og stýrði honum, en sendiherra flutti ingangserindi og svaraði fyrirspurnum. Auk þess ræddi hann einslega við fólk eftir fundinn um einstök vandamál þess. Þá hitti Svavar að máli bæjarstjórann í Horsens og forstöðumann skólans en um 150 Íslendingar eru við nám í háskólanum í Horsens.

Næsti upplýsingafundur er í Óðinsvéum á miðvikudagskvöld.Video Gallery

View more videos