Fjármálaeftirlitið tekur yfir Landsbankann

Fjármálaeftirlitið hefur skipað skilanefnd sem tekur við öllum heimildum stjórnar Landsbankans.Þetta er gert til að tryggja fullnægjandi innanlandsstarfsemi bankans og stöðugleika íslensks fjármálakerfis.

Eins og ríkisstjórnin hefur lýst yfir eru innstæður í innlendum viðskiptabönkum, sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi tryggðar að fullu. Útibú bankans á Íslandi, þjónustuver, hraðbankar og netbankar eru opnir. Stefnt er að því að viðskiptavinir bankans finni sem minnst fyrir breytingum.

Heimild: www.fme.isVideo Gallery

View more videos