FIH Erhvervsbanki setur stefnuna á Svíþjóð og Noreg

Børsen skýrir frá því í dag að FIH Erhvervsbank, sem er í eigu KB Banka, ætli sér stóra hluti í Svíþjóð og Noregi. Í greininni segir að markmið bankans sé að tvöfalda efnahagreikning sinn innan 10 ára og að þessi stefnumörkun sé bein afleiðing af því að bankinn sé nú í eigu hins íslenska KB Banka, sem sé mun framsæknari en fyrrum eigandi bankans, sænski Föreningsbanken.

Stjórnendur FIH hafa á síðastliðnum árum viljað auka umsvif bankans bæði í Noregi og Svíþjóð en þær hugmyndir fengu ekki meðbyr hjá sænsku eigendunum. Hinsvegar hafi þessar hugmyndir fengið góðar undirtektir hjá nýjum eigenda, þ.e. KB Banka, og mun FIH banki opna útibú í Malmö, Stokkhólmi og Osló innan tíðar.

Video Gallery

View more videos