Fermingarfræðsla veturinn 2010/2011

Fermingarundirbúningurinn hefst með fermingarmóti á Åh Stiftgård 24.-26. sept. Unglingar koma á mótið víðs vegar að frá Danmörku og einnig koma unglingar frá Svíþjóð og Noregi. Tækifæri gefst til að kynnast og byrja fræðsluna af krafti. Á fermingarmótinu samtvinnast nám, leikur og skemmtileg samvera. Hópurinn hefur yfirleitt verið ca. 25-30 manns. Fræðslan heldur áfram eftir þessa helgi með því að unglingarnir sækja guðsþjónustur og skila verkefnum með tölvupósti. Að vori hittist hópurinn að nýju eina helgi. Unglingarnir fermast ýmist hér í Danmörku eða heima á Íslandi. Þeir sem vilja vera með í fermingarfræðslu í vetur þurfa að skrá sig fyrir 10. sept. Upplýsingafundur verður í Jónshúsi þann 8. september kl. 20:00. Fyrir þá sem komast ekki þá er sjálfsagt að hafa samband við Margréti eða Lárus.

Til að fá nánari upplýsingar eða skrá sig þá er hægt að hafa samband við umsjónarmann Lárus í 56149322/22131810, larus@brostu.dk eða sóknarnefndarformann; Margréti í 33797717/31217716, margretjons@hotmail.comVideo Gallery

View more videos