Feiknarumsvif Íslendinga í menningarlífi í Danmörku

Samkvæmt almanaki sendiráðsins eru að minnsta kosti tíu íslenskir menningaratburðir í gangi í Danmörku í dag, 22. mars. Alls hafa 17 íslenskir atburðir af margvíslegu tagi komið við á almanakinu í þessum mánuði sem ekki er nærri allur. Þetta sýnir glögglega að umsvif Íslendinga í menningarlífinu í Danmörku eru síst minni en á sviði fjárfestinga. Menningarviðburðir þeir sem nún eru í gangi eru: Þórdís Aðalsteinsdóttir með málverkasýningu á Norðurbryggju, þar sem einnig er sýning á nýja tónlistar og ráðstefnuhúsinu í Reykjavík og sýning um landkönnuðinn Vilhjálm Stefánsson. Þá er að nefna sýningu á verkum Kjarvals og Ólafs Elíassonar í Kunstforeningen Gammelstrand, sýningu Maríu Kjarval "I et med naturen", sýningu Finns Arnar Arnarssonar í Galleri Nordlys, sýningu Helgu Kristmannsdóttur í Galleri Skt. Gertrud og sýninguna Update 2007 í Stalke Galleri. Leiksýning Kristjáns Ingimarssonar Frelserens genkomst i Kaleidoskop hefur vakið mikla athygli og hvarvetna fengið lofsamlega góða dóma. Í dag opnar svo ný sýning á verkum Tolla "Lysets land" í Magasin. Semsé gríðarleg gróska íslenskrar menningar í Danmörku.

Video Gallery

View more videos