Fagurfræði og pólitík: Erró á Bryggjunni

Rúmlega eitt hundrað manns voru við opnun yfirlitssýningar Errós, “Fagurfræði og pólitík”, á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn þann 12. janúar sl. Sendiherra Íslands, Svavar Gestsson, opnaði sýninguna og fjallaði í ræðu sinni um mikilvægi framlags Errós til myndlistarinnar í alþjóðlegu samhengi, um menningartengsl Íslands og Danmerkur og um óvægna umfjöllun danskra fjölmiðla um fjárfestingar Íslendinga í Danmörku.

Verkin á sýningunni eru svo til öll í eigu Listasafns Reykjavíkur og kúrator er Þorbjörg Br. Gísladóttir.

Ræðu sendiherra má nálgast hér.

Video Gallery

View more videos