Endurnýjuð vinstri stjórn

Í gær varð til ný meirihlutastjórn á Íslandi en minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hafði setið að völdum frá 1. febrúar. Flokkarnir tveir hafa nú hreinan meirihluta - 34 þingmenn af 63 talsins. Samfylkingin 20 og Vinstri grænir hafa 14 þingmenn. Þessir eru ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar:

Forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir (S)

Utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson (S)

Fjármálaráðherra Steingrímur J Sigfússon (VG)

Félagsmálaráðherra Árni Páll Árnason (S)

Viðskiptaráðherra Gylfi Magnússon ( utan flokka)

Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Jón Bjarnason (VG)

Menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir (VG)

Iðnaðarráðherra Katrín Júliusdóttir (S)

Samgönguráðherra Kristján Möller (S)

Dóms- og kirkjumálaráðherra Ragna Árnadóttir ( utan flokka)

Umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir (VG)

Heilbrigðisráðherra Ögmundur Jónasson (VG)Video Gallery

View more videos