Einkar vel heppnuð opinber heimsókn utanríkisráðherra

Iceland_Economy_08_Ferrold_2

Eins kunnugt var kom utanríkisráðherra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í opinbera heimsókn til Danmerkur á dögunum; hún kom að kvöldi 10. mars og hún fór 12. mars um kvöldið.

Á þeim tíma hafði hún átt fjölda funda: Hún fékk áheyrn hjá Margréti drottningu, hitti forseta forseta þingsins, formann utanríkismálanefndar þingsins og nokkra nefndarmen, hitti Helle Thorning Schmidt, formann Jafnaðarmannaflokksins, og átti að sjálfsögðu langan fund með danska utanríkisráðherranum Per stig Möller. Í íslenska sendiráðinu hélt hún fund með erlendum sendiherrum sem eru jafnframt sendiherrar á Íslandi.

Þá er ónefndur sá fundur sem mesta athygli vakti en það var fundur um íslenskt efnahagslíf og þaðan er meðfylgjandi mynd. Þar komu hátt á annað hundrað manns. 

 

Áður en ráðherrann fór úr landinu opnaði hún nýjan bústað sendiherra

Video Gallery

View more videos