Einar Már fjallar um lífið og listina

Á laugardaginn kemur - 2. júní - kl. 14.00 gefst einstakt tækifæri í Kaupmannahöfn þegar Einar Már Guðmundsson mun fjalla um lífið og listina í anddyri sendiráðs Íslands að Strandgade 89.


Þar les Einar Már upp úr nýrri ljóðabók sinni Ég stytti mér leið fram hjá dauðanum, en bókin kemur einmitt út á dönsku þessa dagana.


Þá mun Einar Már lesa kafla úr óbirtri skáldsögu sinni og er það í fyrsta sinn sem það heyrist.


Böðvar Guðmundsson mun í upphafi kynna skáldið.


Þetta er einstakt tækifæri til að hitta Einar Má og að hlusta á hann. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Eftir kynninguna verður boðið upp á léttar veitingar í anddyri sendiráðsins.

Video Gallery

View more videos