Eigandi Magasin fékk ekki þjónustu í eigin verslun

Hér vantar þjónustulund og virðingu fyrir viðskiptavininum. Þannig lýsir Jóhannes Jónsson innkaupaferð sinni í stórverslunina Magasin Du Nord, sem er ein af mörgum verslununum í hans eigu. Samkvæmt Jyllands-Posten segist Jóhannes hafa gengið fram og til baka um verslunina í leit að þjónustu, en allt kom fyrir ekki. “Þetta voru mikil vonbrigði”, segi Jóhannes í viðtali við Jyllands-Posten. Peter Husum, forstjóri Magasin, lofar bót og betrun. Sjá nánar:http://www.jp.dk/login?url=bors/artikel:aid=2892874

Video Gallery

View more videos