Dunganon á Norðurbryggju

Á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn stendur nú yfir sýning á verkum Karls Einarsonar Dunganon (1897-1972). Hér gefur að líta 50 dýramyndir úr hinni miklu myndaröð hans, Oracles.

Dunganon_Oracle

Opnunarræðu flutti Helga Hjörvar, framkvæmdastjóri Norðurbryggju, en Helga þekkti Dunganon persónulega og minntist einna helst einstökum persónuleika hans. Viðstödd opnunina voru einnig sambýliskona Dunganons til margra ára, Elisabet Degn og Hebe Lutz, frænka hans.

Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur sá um val á verkum fyrir sýninguna, en verk Dunganons eru í vörslu Listasafns Íslands.

Sýningin stendur fram til 17. maí 2009.

Nánari upplýsingar sjá www.bryggen.dk

Dunganon_opnun
Myndatexti: sambýliskona Dunganons Elisabet Degn, Helga Hjörvar, framkvæmdasjóri Norðurbryggju, frænka hans Hebe Lutz og Borghild Fredlund.

Video Gallery

View more videos